|
Afmælisdagurinn var rólegur. Ég vaknaði seint, las fyrir ensku og hékk í tölvunni. Horfði smá á imbann og svo kom fjölskyldan í mat. Afi, amma, pabbi systa, Erik og Alex. Mamma eldað fráááfæran austrænan mat. Æði. Bæ ðí vei, þá fékk ég ELLEFU afmælis sms. Geri aðrir betur!!!
Í gær fór kistulagning afa fram. Er eitthvað að mér að gráta ekki við kistulagninu afa míns? Ég veit allavega að athöfnin tók beygju í óvænta átt eftir að við mamma höfðum komið á síðustu stundu og þurftum að sitja fyrir aftan alla. Þegar orgelið þagnaði og byrjaði aftur og ég va að valta fyrir mér hvort þetta yrði lengi svona, hvort ekki yrði talað neitt eða beðið, þá byrjaði söngur. Ég leit við og hver var þarna annar en Ó Garðar júr só fæn!!!!?? Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta. Hann stóð næstum beint fyrir aftan mig og ég þurfti bara aðeins að halla höfðinu aftur til að sjá hann. Annars var þetta voða falleg athöfn. Þegar kom að okkur mömmu og systu að kveðja afa fann ég hvað hann var kaldur. Þá áttaði ég mig fyrir alvöru á því að hann var dáinn og kemur aldrei aftur. Ég grét samt ekki. Er eitthvað að mér???!!! Svo var kaffi hjá ömmu, öll fjölskyldan saman komin. Kærasta pabbafrændans var þarna, kasólétt. Hún er jafn gömul IB-skvísunni! Þau voru óendanlega sæt saman. Hún stóð svona fyrir framan hann þar sem hann sat og hann lagði eyrað við bumbuna. Hversu krúttlegt er það??!! Ég held að hann verði frábær pabbi. Svo horfðum við á Hitaveituævintýrið sem er kennslumyndband sem afi stjónaði og Góa frænka og Ingi frændi léku í. Ómægod, hvað þau voru sæt!!! Þetta er eldgömul upptaka, frá sextíuogeithvað.
Dagbjört, ef þú lest þetta, velkomin í fjölskylduna!!!
skrifað af Runa Vala
kl: 10:44
|
|
|